Sérpöntun

Ef þig vantar eitthvað öðruvísi en það sem finna má hér á síðunni erum við að sjálfsögðu til staðar til að búa til köku alveg eftir þínum óskum. Veisla í fyrirtækinu? Kökur fyrir brúðkaup? Brúðartertan sjálf með persónulegu þema?

Við reynum að uppfylla allar séróskir um kökur og kökuskreytingar, stórar sem smáar: brúðarkökur, vegankökur, makkarónur, bollakökur, turnar með girnilegum makkarónum eða jarðarberjum. Við kunnum þetta allt enda eru Sætar Syndir hreinasta kökuævintýri.

Best er að skipuleggja sérpantanir með góðum fyrirvara, svo hægt sé að koma til móts við allar óskir. Afgreiðslufrestur á sérpöntunum er lágmark tveir virkir dagar. Vinsamlegast athugið að til að hætta við pöntun og fá hana endurgreidda þarf ósk um það að berast minnst þremur virkum dögum fyrir áætlaða afhendingu.

Kökur skal geyma í kæli, en þær þurfa 3 tíma í stofuhita áður en þær eru bornar fram þannig að munið að kippa kökunni tímanlega úr kæli svo þeir séu fullkomnar þegar þær eru skornar.

Skoða verðskrá fyrir sérpantanir

Fylltu út í reitina hér fyrir neðan til að gera þína sérpöntun

    Fjöldi

    Dagsetning & tilefni