10726418_10152388193971466_2343626_n

Ég stofnaði Sætar Syndir vegna þess að þegar sonur minn fæddist þá vaknaði hjá mér mikill áhugi á kökuskreytingum, sérstaklega í tengslum við afmælin hans. Með tímanum urðu kökurnar alltaf flóknari og viðameiri ásamt því að hæfileikar mínar á þessu sviði jukust. Ég hafði séð og heyrt að það væri eftirspurn og vöntun á persónulegri kökum á markaðinn og því gaman að geta boðið uppá meira úrval. Það hefur því verið nóg að gera hjá Sætum Syndum frá opnun mér til mikillar ánægju og sýnir að þessi eftirspurn var til staðar. Hjá fyrirtækinu starfa snillingar í skreytingagerð sem hafa gert fyrirtækinu kleift að vaxa og dafna frá upphafi og gaman að segja frá því að það eru enn skemmtilegri tímar framundan hjá Sætum Syndum.

Eva María Hallgrímsdóttir