Um Sætar Syndir

Um Sætar Syndir

Upphafið að Sætum Syndum má rekja til þess þegar ég eignaðist drenginn minn. Í kjölfarið kviknaði áhugi minn á kökuskreytingum, ekki síst í tengslum við afmælin hans.

Áhugamálið vatt fljótt upp á sig og ég spreytti mig stöðugt á flóknari og viðameiri kökuskreytingum um leið og færnin við skreytingarnar jókst. Þannig hófst ævintýrið því ég áttaði mig fljótt á að það var mikil eftirspurn eftir persónulegum kökum og í raun vöntun á markaðnum.Ein hrærivél og bakarofn var tækjakosturinn í upphafi en nú eru Sætar Syndir stærsta fyrirtækið í landinu í sérskreyttum kökum. Ég var ekki lengur ein í þessu heldur réði til mín afskaplega gott starfsfólk, sem fjölgaði eftir því sem umfangið jókst.

Árið 2017 opnuðum við kökubúð í Hlíðasmára 19. Þar geta viðskiptavinir ávallt gengið að ljúffengum, fallegum og litríkum kökum sem gleðja bragðlauka ekki síður en augað. Svo í ágúst 2022 var kökubúðin færð niður í Smáralind og þar með sameinuðum við Kökubúðina & Kampavínshúsið á einn stað. Framleiðslan er áfram í húsnæði okkar í Hlíðasmára 19.

Árið 2020 opnuðum við síðan kampavínskaffihús í Smáralind. Þar er t.d. hægt að panta borð fyrir High Tea og njóta góðra stunda með ómótstæðilegu góðgæti og glitrandi kampavínsglasi. Kampavínskaffihúsið í Smáralind nýtur mikilla vinsælda en þar er líka hægt að kaupa kökur til að taka með heim.

Eva María Hallgrímsdóttir, stofnandi Sætra Synda

Markmið okkar

Við notum einungis hágæðahráefni og leggjum mikið upp úr að kökurnar bragðist eins vel og útlitið gefur til kynna. Allt bakað á staðnum og bakað af ást um umhyggju.

pantanir@saetarsyndir.is 583 0061

Framleiðslan

Eva María Hallgrímsdóttir
Eigandi

Ingibjörg Sigurgeirsdóttir
Rekstrarstjóri Framleiðslunnar

Junedy Estefania Gutierrez
Kökuskreytingar

Berglind Björgvinsdóttir
Kökuskreytingar

Andrea Norðfjörð
Kökuskreytingar

Sigurbjörg Hannah
Matreiðslumaður

Kampavínskaffihús & kökubúð

Eyrún Björt
Starfsmaður

Gunnhildur Bjarnveig
Starfsmaður

María Gréta
Starfsmaður

Stefanía Eyþórsdóttir
Rekstarstjóri á Kampavínskaffihúsi

Ísabella Mist Thomas
Starfsmaður