Afhending

Allar pantanir í vefverslun Sætra synda þurfa að berast með minnst 2 virkra daga fyrirvara.
Pantanir í vefverslun Sætra synda eru afhentar í Kökubúðinni í Hlíðarsmára, alla virka daga og á laugardögum. Pantanir eru ekki afhentar á sunnudögum.

Afpantanir

Allar pantanir greiðast fyrirfram en komi til þess að þurfi að afpanta köku er hægt að fá hana endurgreidda með þriggja virkra daga fyrirvara.

Greiðsluskilmálar

Greiðslur í vefverslun Sætra synda fara fram í gegnum örugga greiðslugátt hjá SaltPay. Hvort tveggja er hægt að greiða með debet- og kreditkortum.
Afpantanir eru endurgreiddar með sama greiðslumáta valinn var í greiðsluferlinu, að uppfylltu skilyrði um frest til endurgreiðslu.

Persónuvernd

Vefur Sætra synda meðhöndlar persónuupplýsingar viðskiptavina í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Við varðveitum persónuupplýsingar eins og nafn, heimilisfang, netfang og síma á öruggan hátt og er þeim ekki miðlað til þriðja aðila án samþykkis aðila eða í kjölfar dómsúrskurðar.

Vefkökur

Vefkökur eru notaðar til að við vitum hvað þú vilt á vefnum, geyma upplýsingar um aðgerðir þínar á vefnum og með hjálp þriðja aðila eins og Google Analytics fáum við upplýsingar um þá sem heimsækja vefinn okkar. Vefkökur gera notkun þína á vefnum okkar ánægjulegri.
Þú getur alltaf afþakkað að þiggja vefkökurnar frá okkur. Skilvirkasta leiðin er að slökkva á vefkökum í vafranum þínum.
Við notum eða gætum notað eftirfarandi:

  • Vefkökur til að vefurinn virki eins og hann á að gera (nauðsynlegar).
  • Vefkökur til að greina notkun og umferð vefsins. Við notum Google Analytics.
  • Vefkökur til að tengja við samfélagsmiðla, Facebook og Instagram.
  • Vefkökur til markaðsstarfs og fyrir auglýsingar. Við viljum ná betur til þeirra sem heimsækja vefinn okkar, því notum við gögn eins og IP tölur til markaðssetningar. Google, Facebook og Instagram eru dæmi um þriðju aðila sem geta fengið aðgang að þessum gögnum.

Svo eru allar hinar kökurnar okkar dásamlega ljúffengar, við mælum með því að þú prófir þær líka.

Lög og varnarþing

Pöntun í vefverslun er staðfest með greiðslu og skilmálar þá samþykktir. Skilmálarnir eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna þeirra skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.

Sætar Syndir ehf.
Ekrusmára 6
201 Kópavogur
Kennitala 430517-0820
Virðisaukaskattsnúmer: 128167