Stafakakan er falleg og gómsæt á veisluborðið þitt.
Val um marengs eða Rice Krispies staf.
Marengskakan er fyllt með þeyttum rjóma, kókosbollum, Nóa kroppi og ferskum jarðarberjum.
Í Rice Krispies kökunni er karamellusúkkulaði, þeyttur rjómi og fersk ber.
Í skreytingar notum við þann lit sem þú velur á makkarónurnar, marengskossa og handgert konfekt.