Gefðu ævintýralegt páskaegg þetta árið
Sætar Syndir endurtaka leikinn og bjóða upp á sérskreyttu páskaeggin sem hafa slegið svo rækilega í gegn síðustu þrjú ár.
Í samstarfi við Góu munu Sætar Syndir bjóða upp á einstakt skreytingasett fyrir páskana sem inniheldur páskaegg (#4), nammi til að skreyta eggið út frá eigin hugmyndarflugi og að sjálfsögðu fylgir með nammi til að setja inn í eggið og páskaungi ásamt súkkulaði til að loka egginu og festa nammið á eggið. Eggin koma sem klassísk súkkulaði egg og því miður ekki í boði að fá mjólkurlaus egg.
Skreytingarsettið með páskaegginu kostar 3.290 kr. – Takmarkað magn í boði.
Afhending verður þegar nær dregur páskum en við látum vita um leið og skreytingasettin eru klár og þá verður hægt að nálgast þau í verslun okkar í Hlíðasmára 19.