Ég stofnaði Sætar Syndir vegna þess að þegar sonur minn fæddist þá vaknaði hjá mér mikill áhugi á kökuskreytingum, sérstaklega í tengslum við afmælin hans. Með tímanum urðu kökurnar alltaf flóknari og viðameiri ásamt því að hæfileikar mínar á þessu sviði jukust. Ég hafði séð og heyrt að það væri eftirspurn og vöntun á persónulegri kökum á markaðinn og því gaman að geta boðið uppá meira úrval. Ég hóf þetta ævintýri með eina hrærivél og bakaraofn en í dag eru tækin og tólin af annarri stærðargráðu. Sætar Syndir er stærsta fyrirtækið á landinu í sérskreyttum kökum og erum við einnig með kökubúð í Hlíðasmára 19 sem er ávallt full af kræsingum. Einnig hefur fyrirtækið fjölmargar vörur til sölu í búðum Hagkaupa. Hjá fyrirtækinu starfa snillingar í skreytingagerð sem hafa gert fyrirtækinu kleift að vaxa og dafna frá upphafi.
Um Sætar Syndir
Við notum einungis hágæða hráefni og leggjum mikið upp úr að kökurnar bragðist eins vel og útlitið gefur til kynna. Allt bakað á staðnum og bakað af ást um umhyggju.
Starfsfólk

Eva María Hallgrímsdóttir
Eigandi
Ingibjörg Sigurgeirsdóttir
Rekstrarstjóri
Andrea Norðfjörð
Kökuskreytingar
Junedy Estefania Gutierrez
Kökuskreytingar
Sigurbjörg Hannah
Matreiðslumaður