Kökuskreytinganámskeið Sætra Synda

Farið verður yfir uppskriftir og leiðbeiningar í smjörkremsgerð sem og bakstri, hvernig kremi er smurt á milli botna, hvernig hjúpa skal köku fyrir skreytingu og hvernig 2ja hæða kökum er staflað. Kenndar verðar nokkrar aðferðir til hjúpa kökuna með mismunandi útliti. Því næst er súkkulaðiskraut útbúið og allir þátttakendur læra að útbúa ganache og hvernig hægt er að láta það leka fallega niður hliðarnar. Að lokum skreyta allir sína köku með frjálsri aðferð.
Allt hráefni er innifalið og taka þátttakendur kökuna sína (30 manna) með sér heim ásamt fallegri möppu með uppskriftum og fróðleik af námskeiðinu.

Námskeiðið er um 5 klukkustund í senn, hefst klukkan 15:00, laugardaginn 27. ágúst og verður það haldið í húsakynnum Sætra Synda í Hlíðasmára 19.

Tilvalinn gjöf fyrir sælkerann sem á allt.

Verð 27.900 krónur.

Lágmarksfjöldi á námskeið eru 10 þátttakendur, hámarks fjöldi á námskeiði eru 16 manns.

27.900 kr.

Á lager