Kampavínskaffihúsið

Komdu í High Tea og búbblur

Kampavínskaffihús Sætra Synda er í Smáralind, á 1. hæð við hliðina á Íslandsbanka. Þar er hægt að setjast niður og og njóta þess að dreypa á kaffi eða jafnvel Moët og makkarónum, Pavlovum og slíku góðgæti. Tilvalið til að slaka á milli innkaupa. Þar fást einnig fallegar kökur til að taka með heim, kökur, bollakökur, sörur og makkarónur.

Happy Hour daglega kl. 17–19.

High Tea á Kampavínskaffihúsinu

Vinsælt er að bóka borð í High Tea með botnlausum búbblum og eiga skemmtilega gæðastund með góðum vinum.

Í High Tea eru enskar skonsur, lemon curd, þeytt smjör, þrenns konar blini (graflax, Proscuitto skinka og kapers með rjómaosti), heilhjúpuð jarðarber, karamellubitar, makkarónur, hvítsúkkulaði ostakökur með ástaraldini og karamellusúkkulaði-mousse með hindberjum.

Verð á mann í High Tea er 4.990 kr. Engin lágmarkspöntun er í Smáralind. Ef pantað er heim er lágmarkspöntun fyrir fjóra og fylgir þá „High Tea“ standur með.

Á staðnum er hægt er að bæta við botnlausum freyðivínsbúbblum á 3.490 kr. á mann eða Moët kampavíni á 10.990 kr. Gildir í tvær klukkustundir.

High Tea heim

Þú getur líka pantað High Tea í vefverslun og borið það fram heima, í saumaklúbbnum eða veislum.

Opnunartími

Virka daga: 11:00 – 19:00
Laugardaga: 11:00 – 18:00
Sunnudaga: 12:00 – 17:00