High tea pakki Sætra Synda

High tea pakkinn er ný vara sem Sætar Syndir ætla að bjóða uppá okkur til mikillar gleði og er hann tilvalinn í saumaklúbbinn, gæsunina eða hvaða fögnuð sem er.

Á bakkanum eru þrenns konar blini, enskar skonsur, lemon curd, þeytt smjör, heilhjúpuð jarðaber,karamellubitar, makkarónur, hvítsúkkulaði ostakökur með ástaraldin og karamellusúkkulaði mousse með hindberjum.

Að sjálfsögðu fylgja mini Möet flöskur með fyrir þá sem vilja og fallegur 3ja hæða standur sem og diskar, gafflar og auðvitað te.

Verð 4.390 kr á mann og lágmarkspöntun er fyrir 4 aðila.

Pantanir í síma 583 0061 eða á pantanir@saetarsyndir.is.