Starfsmannagjafir


Langar þig að gleðja starfsfólkið þitt?
Við útbúum pakka eftir þínum óskum þar sem valið stendur um bollakökur og makkarónur eða box með blöndu af þessu. Einnig erum við með ómótstæðilegan litríkan veislubakka fullan af góðgæti.
Ef þú vilt sérmerkja og senda starfsmannagjafir til starfsfólks sem er heimavinnandi þá verðum við við þeim óskum.
Verð er miðað við pr. mann en ræðst af því hvað þú vilt hafa í gjöfinni til starfsmanna þinna.

Pantanir í síma 583 0061 eða á pantanir@saetarsyndir.is

GjafakassiVið getum útbúið gjafakassa eftir óskum. Hægt er að fá gjafakassana í hvaða lit sem er, t.d. logo-litum fyrirtækja. Nokkur dæmi um gjafakassa eru:
  • Gjafakassi með 2 bollakökum, karamellubitum og makkarónum. Verð 2.500 kr.
  • Gjafakassi með einni bollaköku og þremur makkarónum. Verð. 1.300 kr.
  • Gjafakassi með bollakökum, karamellubitum, makkarónum og allskonar góðgæti. Verð frá 5.000 kr., fer eftir samsetningu.

Pantanir í síma 583 0061 eða á pantanir@saetarsyndir.is

Veislubakkar


Við erum með litla veislubakka sem koma í fallegum gjafakössum og eru skemmtilegir til að deila með fjölskyldunni.
Það er hægt að fá veislubakkana í hvaða lit sem er, t.d. logo-litum fyrirtækja.
Veislubakkinn er á 1.350 kr. á mann og inniheldur 2 litlar bollakökur, 2
makkarónur, 1 hjúpað jarðarber og konfekt.

Pantanir í síma 583 0061 eða á pantanir@saetarsyndir.is

SkreytingasettSkreytingasettið er tilvalið til að stutta sér stundir heima og hvað þá ef afmælisbarnið vill búa til sína eigin afmælisköku.
Í pakkanum eru annað hvort 6 bollakökur eða einn kökubotn ásamt kremi í tveim litum sem þið getið valið og skemmtilegu “sprinkles”. Þessi pakki kostar 3.490 kr. Auk þess er hægt að bæta við sprautustútum (tveir saman) á 1000 kr og fígúrumyndum (val um prinsessur, Frozen, My little pony, Hvolpasveitina eða fótbolta) á 750 kr. Það er auðvitað hægt að fá vegan/mjólkurlausa útgáfu af pakkanum.

Pantanir í síma 583 0061 eða á pantanir@saetarsyndir.is